9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.apríl sl.
Tekið fyrir að nýju erindi
Basecamp Iceland ehf.
um stuðning til frekari uppbyggingar á aðstöðu til norðurljósa- og stjörnuskoðunar við Snókalönd.
Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 23.3.2021 og fól umhverfis- og skipulagssviði að taka saman umsögn. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags 7. apríl 2021 lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa og að unnin verði breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við ofangreint og vísar til samþykktar í bæjarstjórn sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.