Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.nóvember sl.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti 24.8.2021 að auglýsa breytt aðalskipulag fyrir Snókalönd. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þann 1.9.2021. Helstu breytingar felast í að skilgreint er nýtt afþreyingar og ferðamannasvæði AF5 við Snókalönd sem eru staðsett við Bláfjallaveg í upplandi Hafnarfjarðar, vegna áforma um frekari uppbyggingu í tengslum við norðurljósa- og stjörnuskoðun. Tillagan var auglýst 12.10-23.11.2021 auk þess sem hægt var að kynna sér tillöguna á opnu húsi þann 13.10.2021.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.