Þann 18.3.2021 leggur Jóhann Ö. Elvarsson inn umsókn til skiulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 21. í breytingunni felst að byggingareitur er stækkaður og húsið verður ein hæð í stað eins til tveggja. Gert er ráð fyrir stoð- og skjólveggjum innan lóðarinnar sem á að aðlaga að landi. Hámarks byggingarmagn verður 461m2 í stað 615m2. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
Svar
Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum, og öðrum þeim sem kunna að eiga hagsmuna að gæta, í samræmi við skipulagslög.