í bréfi dags. 4. júní sl. óskaði félag sumarhúsaeigenda í Sléttuhlíð eftir að gerðar yrðu breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem m.a. yrði gerð breyting á þakhalla. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 22. september sl. var erindið tekið fyrir og óskað eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna málsins. Á fundi skipulags-og byggingarráðs þann 6. október sl var umrædd umsögn lögð fram og kom fram að verulegir vankantar væru á að teikningum hafi verið skilað inn fyrir sumarhús í Sléttuhlíð einnig kom fram að ekki sé ljóst hvernig staðið sé að skolpmálum á svæðinu. Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram gögn um stöðu samþykktra byggingarnefndarteikninga svo og ástands á fráveitu/rotþróm í Sléttuhlíð. Afgreiðslu erindis var frestað þar til umbeðin gögn liggja fyrir.
Þar sem breyting á þakhalla kallar á breytt deiliskipulag og með vísun í bókun ráðsins er ekki hægt að verða við erindinu að svo stöddu.