Malarskarð 18-20, breyting á deiliskipulagi
Malarskarð 18
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 738
29. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14. apríl sl. samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðanna við Malarskarð 12-14 og 18-20 í samræmi við skipulagslög 123/2010. Í breytingunni felst að: byggingareitir stækka og gert er ráð fyrir að þakskyggni verði komið fyrir innan stækkunarinnar. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins. Erindið var grenndarkynnt frá 30.4.-31.5.2021. Athugasemdir bárust. Skipulagsfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs á afgreiðslufundi þann 3. júní sl. Umsögn dags. 21.6.2021 vegna framkominna athugasemda lögð fram.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn dags. 21.6.2021 þar sem fram kemur að endurskoða þurfi tillöguna með tilliti til framkominna athugasemda.