Hverfisgata 12, skipulagsfulltrúa, breyting á deiliskipulagi
Hverfisgata 12
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1884
9. febrúar, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.febrúar sl. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar dags. 28. júlí 2021 var samþykkt að grenndarkynna erindi eiganda Hverfisgötu 12, Guðmundar Más Ástþórssonar dags. 20.4.2021. Sótt var um leyfi til að hækka byggingarmagn frá 150m² í 200,2 m² sem felur í sér aukið nýtingarhlutfall á lóðinni frá 0,66 í 0,88. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 14. janúar 2022. Athugasemdir bárust. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 228670 → skrá.is
Hnitnúmer: 10131248