Smyrlahraun 41a, aðalskipulagsbreyting
Smyrlahraun 41
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1886
9. mars, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
10. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarásð frá 1.mars sl.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 10. nóvember 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Breytingin felst í að landnotkun lóðarinnar Smyrlahraun 41a er breytt úr samfélagsþjónustu í íbúðarsvæði. Á reitnum er gert ráð fyrir að reisa búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga. Tillagan var auglýst frá 06.12.2021-17.01.2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Smyrlahrauns 41 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122305 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038492