Rafvæðing bílaflotans, stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar, starfshópur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3573
6. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá bæjarfulltrúa Viðreisnar:
Stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar þegar kemur að rafvæðingu bílaflotans. Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að settur verði á fót starfshópur til að koma með tillögur að stefnumótun fyrir Hafnarfjarðarbæ vegna rafvæðingar bílaflotans. Greinargerð Drægi rafbíla er stöðugt að aukast og verð á rafbílum lækkar nokkuð hratt í samanburði við bensín og díselbílinn. Það mun ekki líða langur tími þar til að það verði mun hagstæðara fyrir allan almenning að fjárfesta í rafbíl frekar en bíl knúinn bensíni. Þegar það verður munu orkuskiptin ganga yfir nokkuð hratt. Það er því mikilvægt að ríki og bæjarfélög ásamt einkaaðilum vinni saman að því að byggja upp nauðsýnlega innviði þannig að þessi þróun geti átt sér stað hratt og örugglega. Sem framsækið og nútímalegt samfélag viljum við í Hafnarfirði vera í fararbroddi þessar þróunar og því ekki seinna vænna að vinna skipulega að stefnumótun og framkvæmdaráætlun í þessum málaflokki. Spurningar eins og hvar og hvernig eigi að koma upp hleðslustöðvum í grónum hverfum og hvernig skuli fjármagna slíkt, hvar eigi að setja upp hleðslustöðvar í almenningsrými o.fl. Mikilvægt er að þessi starfshópur fái tækifæri til að kalla til sín færustu sérfræðinga landsins í þessum málaflokki og skili af sér tillögum næsta vetur.
Svar

Lagt fram.