Langeyrarvegur 15, fyrirspurn
Langeyrarvegur 15
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 835
5. maí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Þann 3.5. sl. leggur Lárus K. Ragnarsson inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu við húsið. Á þaki hennar yrðu svalir og sólstofa fyrir 2.hæð. Jafnframt er óskað eftir að koma fyrir inndregnum þaksvölum í risi og að sú hæð verði skráð sem sér íbúð. Á lóðinni er vilji til þess að koma fyrir steinsteyptu smáhýsi 15m2 að stærð.
Svar

Tekið er jákvætt í að húsið verði stækkað. Stækkunin skal taka mið af aldri og gerð hússins. Tekið er neikvætt í að ris verði ein íbúð þar sem ekki er hægt að leysa bílastæði innan lóðar.
Staðsetning skúrs alveg við gangstétt er ekki góð. Færa skal fyrirhugaðan skúr a.m.k. 2m frá lóðamörkum við bæjarland. Leggja þarf inn skriflegt samþykki aðliggjandi lóðarhafa við Langeyrarveg 13 þar sem skúrinn er á lóðamörkum.