Þann 4.5.sl. leggur Unnur Sigrún Bjarnþórsdóttir og Marteinn G. Þorláksson inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Móbergsskarð 11. Í breytingunni felst að í stað þriggja íbúða húss verði komið fyrir einnar hæðar parhúsi á lóðinni. Byggingareitur breytist og gert er ráð fyrir fjórum stæðum í stað sex innan lóðar. Þakkótar breytast og fara umfram sem nemur 20cm á fyrirhugaðri bílskúrsbyggingu. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
Svar
Skipulagsfulltrúi samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Þeir sem fá grenndarkynninguna eru aðliggjandi lóðarhafar við Móbergsskarð 11 ásamt öðrum þeim sem taldir eru kunna að eiga hagsmuna að gæta.