Heiðvangur 20, deiliskipulags breyting
Heiðvangur 20
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 846
28. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð heimilaði eiganda Heiðvangs 20 að vinna deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum þann 19.05.2021. Í samræmi við þá bókun var samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 02.06. sl. að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Íbúðarhverfis í Norðurbæ er nær til lóðarinnar við Heiðvang 20 í samræmi við skipulagslög. Breytingin: byggingareitur er stækkaður og mun liggja 20cm frá lóðamörkum við Heiðvang 22. Bygging meðfram lóðamörkum skal vera hámark 10,7m. Ekki má veita vatni yfir á aðliggjandi lóð við Heiðvang. Samkomulag um aðgengi gegnum aðliggjandi lóð við Heiðvangi 22 að útvegg fyrirhugaðrar byggingu skal liggja fyrir og því þinglýst. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
Svar

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt frá 18.06-27.07. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja deiliskipulagsbreytinguna og að málmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120753 → skrá.is
Hnitnúmer: 10031790