Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð heimilaði eiganda Heiðvangs 20 að vinna deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum þann 19.05.2021. Í samræmi við þá bókun var samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 02.06. sl. að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Íbúðarhverfis í Norðurbæ er nær til lóðarinnar við Heiðvang 20 í samræmi við skipulagslög.
Breytingin: byggingareitur er stækkaður og mun liggja 20cm frá lóðamörkum við Heiðvang 22. Bygging meðfram lóðamörkum skal vera hámark 10,7m. Ekki má veita vatni yfir á aðliggjandi lóð við Heiðvang. Samkomulag um aðgengi gegnum aðliggjandi lóð við Heiðvangi 22 að útvegg fyrirhugaðrar byggingu skal liggja fyrir og því þinglýst. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.