Sléttuhlíð, aðalskipulagsbreyting
Sléttuhlíð
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 747
30. nóvember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. ágúst 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi Sléttuhlíðar. Samþykktin var staðfest í bæjarstjórn 1.9.2021. Tillagan felst í að heimiluð verði gistiaðstaða í flokki II í frístundabygginni í Sléttuhlíð skv. h-lið 4. greinar reglugerðar 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Tillagan var auglýst 12.10-23.11.2021 auk þess sem hægt var að kynna sér tillöguna á opnu húsi þann 13.10.2021. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123122 → skrá.is
Hnitnúmer: 10034221