Strandgata 30, fyrirspurn
Strandgata 30
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3575
3. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.maí sl. Kynntar hugmyndir að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar 26-30 við Strandgötu. Skipulagshöfundar kynna.
Tekið til umræðu.
Skipulagshöfundar mæta til fundarins.
Svar

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og tekur jákvætt í fyrirspurnina. Til umræðu.

Bæjarráð telur fyrirspurnina vera í góðu samræmi við skýrslu starfshóps um skipulag miðbæjarins, þar sem sérstaklega er horft til þess að tryggja góða blöndu verslunar-, þjónustu og íbúða. Bæjarráð telur að fyrirliggjandi fyrirspurn nái vel utan um þessa þætti en leggur sérstaka áherslu á nauðsyn þess að allt aðgengi að almenningsrýmum, s.s. opnum útisvæðum og fyrirhuguðu bókasafni, sé öllum tryggt og byggi á algildri hönnun. Bæjarráð telur jafnframt mikilvægt að í næstu skrefum verði hugmyndin og hugmyndafræðin vel kynnt bæjarbúum.