Fyrirspurn
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í ráðinu leggur fram eftirfarandi tillögu: Að Hafnarfjarðarbær, í samstarfi við Vegagerðina, lækki hámarkshraðann á Strandgötu úr 50 km/klst niður í 40 km/klst frá hringtorgi við Fornubúðir að Hafnartorgi.
Greinargerð
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO)[i] þá eru 70% líkur á banaslysi þegar bíl er ekið er á gangandi vegfaranda á 50 kílómetra hraða. Á hinn bóginn eru 90% líkur á því að gangandi vegfarandi lifi af ákeyrslu bifreiðar á 30 kílómetra hraða.
Lægri umferðarhraði minnkar bæði hávaðamengun, dregur úr loftmengun og minnkar tíðni alvarlegra slysa en bætir jafnframt umferðarflæði.
Samhliða hraðalækkun verði umhverfis- og framkvæmdaráði falið að gera áætlun um hraðaminnkandi framkvæmdir á svæðinu. Á meðal mögulegra aðgerða er fjölgun gönguþverana sem tengja göngustíga miðbæjar við Strandstíg, gróðursetning á borgartrjám og jafnvel skemmtilegar lausnir á borð við þrívíða gangbraut Ísfirðinga.
________________________________________
[i] WHO, áhrif aksturshraða á alvarleika slysa https://www.who.int/violence_injury_prevention/publications/road_traffic/world_report/speed_en.pdf