Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3590
2. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir - breytingar milli umræðna.
12.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 10.nóvember sl. og 6. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.nóvember sl. 1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 29. október sl. Lögð fram fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans fyrir 2022 og langtímaáætlun fyrir 2023-2025.
Lagðar fram gjaldskrár Hafnarfjarðarkaupstaðar 2022.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.
Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Tillögur við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2022
Tillögur Samfylkingar og Bæjarlista:
Tillaga 1 - Tekjustofnar sveitarfélaga ? útsvarsprósenta Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði 14,52%
Greinargerð: Vinna við gerð fjárhagsáætlunar sýnir að grunnrekstur sveitarfélagsins á árinu 2022 verður þungur. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og sífellt bætist við þau verkefni sem þeim ber að sinna. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og mikilvægt að það sé nýtt til að styrkja stöðu bæjarsjóðs. Hámarksnýting hefur ekki mikil áhrif á hvern bæjarbúa á mánaðargrundvelli (um 200-400 kr. á meðallaun) en bæjarsjóð munar sannarlega um þá fjármuni sem um ræðir (áætlað um 55-60 m.kr.).
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Tillögur Samfylkingarinnar:
Tillaga 3 - Úttekt á á fólksfækkun í Hafnarfirði
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að úttekt verði gerð á þeirri fólksfækkun sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu misseri. Í því felst að kortleggja hvaða hópar eru einkum að flytja úr bænum, hvers konar húsnæði vantar og hvar eru tækifæri til uppbyggingar í landi Hafnarfjarðar. Með hliðsjón að úttektinni verði farið í átak að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði.
Greinargerð Í tölum Þjóðskrár kemur fram að íbúum hefur fækkað frá árinu 1. des. 2019 til 1. september 2021 um 312. Þetta er í fyrsta skiptið í 80 ár sem íbúum Hafnarfjarðar fækkar, en á sama tíma fjölgaði íbúum í nágrannasveitarfélögunum um 1.1-3.4%. Samkvæmt áætlunum aðalskipulags er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi að lágmarki um 1.2% (335-445 íbúa) á ári fram til ársins 2040. Ljóst er að það þarf að lyfta grettistaki til að snúa þessari þróun við og vinna til baka umrædda fækkun.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Tillaga 4 - Samgöngusamningar
Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að Hafnarfjarðarbær bjóði starfsfólki sínu upp á samgöngusamninga.
Greinargerð: Í kjölfar tillögu frá fulltrúum Samfylkingarinnar um samgöngustyrki sem lögð var fram í bæjarstjórn sumarið 2018 var sett af stað tilraunaverkefni hjá Hafnarfjarðarbæ sem ekki hefur verið fylgt frekar eftir. Samgöngusamningar hafa hins vegar verið teknir upp í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, ásamt m.a. Reykjavíkurborg, með góðum árangri. Áhersla á lýðheilsu á að vera forgangsmál og mikilvægt að heilsubærinn Hafnarfjörður sýni gott fordæmi með því að bjóða starfsfólki sínu samgöngusamninga og hvetja þannig til umhverfisvænni ferðamáta.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Tillaga 5 - Leikskóli í skólahverfi Öldutúnsskóla
Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um uppbyggingu leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla.
Greinargerð: Frá því að annar tveggja leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla var lagður niður hafa fulltrúar Samfylkingarinnar lagt til að hafist verði handa við uppbyggingu nýs leikskóla í hverfinu. Síðustu ár hefur mest skort á leikskólapláss í þessu skólahverfi og foreldrar þurft að keyra börn sín í önnur skólahverfi til að sækja leikskóla. Það er fyrirséð að með breytingum á aldurssamsetningu vegna endurnýjunar í hverfinu og aukinni íbúðauppbyggingu muni þörfin á leikskólaplássum síst fara minnkandi. Það er því mikilvægt að horfa til framtíðar.
Því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar aftur fram tillögu um að hafist verði handa við uppbyggingu á leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla hið fyrsta. Leikskólar eiga að að vera hluti af nærþjónustu og börnum að standa til boða leikskólapláss í sínu hverfi. Sem fjölskylduvænt samfélag ætti Hafnarfjörður að sjá hag í því að vinna að þessu markmiði og styðja þannig um leið við hugmyndir um þéttingu byggðar og umhverfissjónarmið.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til umfjöllunar í fræðsluráði og umhverfis- og framkvæmdaráði.
Tillaga 6 - Ráðning forvarnarfulltrúa
Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að ráðinn verði forvarnarfulltrúi í fullt starf.
Greinargerð: Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um að ráðinn yrði forvarnarfulltrúi. Það hefur ekki verið gert en verkefnum forvarnarfulltrúa bætt á störf fagstjóra frístundar. Þann 16. júní sl. var einnig ákveðið að stofna faghóp sem myndi fylgjast með forvarnarmálum tengdum börnum og unglingum í Hafnarfirði, safna upplýsingum, veita stuðning og samræma aðgerðir. Þetta eru vissulega skref í rétta átt en engu að síður er mikilvægt er að styðja við þessar aðgerðir með ráðningu forvarnarfulltrúa og tryggja þannig forræði á málaflokknum og samfellu í öllu forvarnarstarfi. Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til umfjöllunar í fræðsluráði.
Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi tillögur við fjárhagsáætlanagerð.
1)
Miðflokkurinn leggur til að Hafnarfjarðarbær hafi frumkvæði að því að leita til eigenda einkarekinna heilsugæslustöðva með það að markmiði að komið verði á fót slíkri heilsugæslustöð í bænum. Biðtími eftir tíma hjá heilsugæslulækni í Hafnarfirði er alltof langur. Biðtími á einkareknum heilsugæslustöðvum er mun styttri og boðleiðir markvissari. Vera kann að bærinn þurfi að liðka fyrir slíku með öflun húsnæðis eða afsláttar af fasteignaskatti til að byrja með. Raunveruleikinn er sú að fjölmargir Hafnfirðingar leita nú eftir heilsugæsluþjónustu utan sveitarfélagsins. Er lagt til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs til efnislegrar umræðu.
2)
Miðflokkurinn leggur til að farið verði í átak í að merkja bæjarhluta með sögulegri fræðslu um tilurð hvers svæðis. Um er að ræða svipaða útfærslu og fólk fær nú á strandstígnum. Kostnaður við hvert skilti með söguútskýringu af hálfu Byggðasafnsins er um 300.000 kr. Er lagt til að einstakir bæjarhlutar t.d. Vellirnir og Norðurbærinn fái tvö slík skilti hvort hverfi við fjölfarna göngustíga. Lagt er til að útbúin verði 8 slík skilti. Heildarkostnaður yrði því 2,4 milljónir króna. Er lagt til að málinu verði vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til útfærslu og ákvörðunar.
3)
Miðflokkurinn leggur til að veitt sé 10 milljónum króna til hreinsunar gatna til að draga úr svifryki í andrúmslofti að vetrarlagi í bænum. Einn mesti orsakavaldur svifriks er slit sem bílar valda á gatnakerfinu ekki síst bílar á nagladekkjum. Á köldum dögum og þegar vindur er hægur mælist styrkur svifryks of oft yfir heilsuverndarmörkum. Við því verður að bregðast. Með átaki við þrif gatna með sérhæfðum götuþvottasóparabílum má draga verulega úr svifryki í andrúmslofti og fækka dögum þar sem svifryk fer yfir heilsuverndarmörk, íbúum til heilla. Er lagt til að málinu verði vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs til ákvörðunar.
4)
Miðflokkurinn leggur til að sett verði fjármagn til að koma á fót kennslu fyrir fólk af erlendum uppruna þar sem börnum verður tryggð kennsla i sínu móðurmáli og þeim gert kleift að viðhalda menningu síns upprunalands og færni í tungumálinu. Fullorðnum verði veitt íslenskukennsla á mismundandi þyngdarstigum og námskeið í menningu og sögu íslendinga. Lagt er til að málinu verði vísað til fræðsluráðs til efnislegrar meðferðar.
5)
Miðflokkurinn leggur til að sett verði eyrnamerkt fjárhæð til að efla kennslu eldriborgara í snjallvæðingu með snjalltölvum. Slíkt vinnur gegn gegn félagslegri einangrun eldri borgara og getur í mörgum tilvikum aukið lífsgleði þeirra. Er lagt til að málinu verði vísað til fjölskylduráðs tul afgreiðslu.
Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Tillaga 2 ? Aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa
Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa úr 50% í 100%.
Greinargerð: Á fundi fjölskylduráðs þann 5. nóvember sl. var sama tillaga lögð fram en hafnað af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista telja hins vegar brýnt að bæjarstjórn taki afstöðu til málsins, enda hafa ekki allir flokkar atkvæðisrétt á fundum fjölskylduráðs. Nauðsynlegt er að efla starf fjölmenningarfulltrúa frá því sem nú er til þess að styðja við það mikilvæga starf sem hann sinnir. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar óskaði fjölmenningarráð eftir því að stöðugildi fjölmenningarfulltrúar yrði aukið úr 50% í 100% en meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu. Við teljum mikilvægt efla þessa starfsemi hjá bæjarfélaginu og leggjum því tillögunna fram í bæjarstjórn fyrir fjárhagsáætlun 2022 og óskum eftir að bæjarstjórn taki afstöðu til hennar.
Einnig tekur til máls Jón Ingi Hákonarson og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Tillögur Viðreisnar
1.
Að fjármagna að fullu starfsemi leikskóla Hafnarfjarðar. Það er gap á milli lögbundinnar þjónustu leikskóla og þjónustuþörf hafnfirskra barnafjölskyldna. Sú viðbótarþjónusta er ófjármögnuð sem hefur skapað erfiðleika við mönnun leikskólanna. Fjölgun stöðugilda virðist óhjákvæmileg vegna styttingar vinnuviku og sumaropnunar. (Fræðsluráð)
2.
50 milljónir til að bæta hjóla og göngustíga. Það er andvirði smærri gerðar hringtorgs. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi fjölbreyttari umferðarmáta eins og rafhjóla o.fl. (Umhverfis og framkvæmdaráð)
3.
100 milljónum aukalega verði forgangsraðað til viðhalds á fasteignum bæjarins. Frestun á viðhaldi fasteigna mun eingöngu auka þann kostnað á næstu árum. (Umhverfis og framkvæmdaráð)
4.
Færa 20 milljónir til umhverfismála og trjáræktar. (Umhverfis og framkvæmdaráð)
5.
Vellíðan barna í grunnskóla á alltaf að vera forgangsmál. Viðreisn leggur til að bætt verði við stöðugildi sérfræðings á fræðslusviði t.a.m. þroskaþjálfa, talmeinafræðings eða iðjuþjálfa. (Fræðsluráð)
6.
Bætt verði við stöðugildi sálfræðings hjá Brúnni (Fræðsluráð og Fjölskylduráð)
7.
20 milljónir í greiningar og undirbúnings á deiliskipulagi vegna Borgarlínu (Skipulagsráð)
8.
140 milljónir í Betri Hafnarfjörð þar sem hvert hverfi fengi 20 milljónir til að ráðstafa í íbúakosningu. Þetta er ekki viðbót á framkvæmdafé heldur tilfærsla þar sem íbúar hafa meiri áhrif á forgangsröðun verkefna í sínu hverfi (Umhverfis og Framkvæmdaráð)
Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Tillaga 7 - Starfsemi ungmennahúsa verði efld
Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að starfsmenni ungmennahúsa í Hafnarfirði verði efld.
Greinargerð: Við umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um að starfsemi ungmennahúsa í Hafnarfirði yrði efld með fjölgun stöðugilda. Sú tillaga var felld af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúar Samfylkingarinnar telja fulla ástæðu til að endurflytja þessa tillögu nú, enda hefur á síðustu misserum komið í ljós hversu mikilvægt er að huga að andlegri líðan ungs fólks, ekki síst í miðri glímunni við heimsfaraldur Kórónuveirunnar. Ungmennahúsin bjóða upp á tómstundir við hæfi ungs fólks ásamt því að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi þar sem áhersla er lögð á fjölbreytileika og að allir upplifi sig velkomna.
Í þessu ljósi er mikilvægt að fjölga stöðugildum og auka rekstrarfé til ungmennahúsanna Hamarsins og Músík og Mótor svo efla megi starf þeirra enn frekar.
Tillaga að afgreiðslu: Vísað til frekari umfjöllunar í fræðsluráði og íþrótta- og tómstundanefnd.
Tillaga 8 - Niðurgreiðsla á strætókortum
Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri.
Greinargerð: Mikilvægt er að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum. Niðurgreidd stætókort hvetja einnig til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og styðja þannig við umhverfissjónarmið. Kostnaðarmat hefur áður verið gert og leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að það verði uppfært og tillagan tekin aftur til umfjöllunar.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til frekari umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði og bæjarráði.
Tillaga 9 - Aukin lýsing við gangbrautir
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að lýsing verði aukin við gangbrautir.
Greinargerð: Í auknum mæli notar fólk vistvæna ferðamáta og ferðast gangandi eða á hjólum af ýmsu tagi. Lýsingar við gangbrautir í bænum eru misgóðar og mikilvægt að bæta lýsingu þar sem þess er þörf til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að ráðist verði í endurbætur á lýsingu við gangbrautir þar sem henni er ábótavant.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði.
Tillaga 10 - Uppbygging á hagkvæmu húsnæði
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að fara í frekara og meira samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra íbúða í bæjarfélaginu.
Greinargerð: Í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er á húsnæðismarkaði og fólksfækkunar á undanförnum árum í bænum leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær fari í frekara samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Þannig verði hagkvæmum íbúðum á markaðnum fjölgað og bæjarfélagið gæti einnig fjölgað félagslegum íbúðum á vegum þess með þessari aðgerð.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls.
Forseti ber næst upp tillögu um að framkomnum tillögum að breytingum á fjárhagsáætlun verði vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun í þeim ráðum sem þar er vísað til og þær eiga heima. Er það samþykkt samhljóða.
Forseti leggur þá næst til að tillaga að fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 verði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn sem fari fram 8. desember nk. Er tillagan samþykkt samhljóða.
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.nóvember sl. 2. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 5.nóvember sl. Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram á fundi fjölskylduráðs þann 18.10.2021 sl. og eru lagðar hér fram til afgreiðslu.
1. Breyting á grunnviðmiði tekjutengingar Grunnviðmið tekjutengingar verði hækkuð úr 322.000 kr. í 351.000 kr. Þetta leiðir af sér að fleiri sem eru tekjulágir munu falla undir hærri afsláttarkjör vegna heimaþjónustu. Viðmið varðandi frístundastyrk hækkar í hlutfalli við þessa hækkun og geta þá fleiri nýtt sér frístundastyrk en áður.
Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu. Tillagan leiðir ekki til viðbótarkostnaðar á næsta ári, rúmast inn í þeirri áætlun sem rætt hefur verið um og vísað til bæjarstjórnar.
2. Hækkun greiðslna til stuðningsfjölskyldna Lagt til eftirfarandi breyting á gjaldskrá: - Umönnunarflokkur 1 fari úr 30.926 kr. og í 37.961 kr. - Umönnunarflokkur 2 fari úr 24.009 kr. og í 29.376 kr. - Umönnunarflokkur 3 fari úr 22.419 kr. og í 24.878 kr. Viðmið er gjaldskrá í Mosfellsbæ sem eru næst hæstir þegar borin eru saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Áætluð kostnaðaraukning er 5,5 milljónir á ári.
Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu og vísar til umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
3. Ráðning verkefnastjóra vegna heimilislausra. Samstarfsverkefni. Hafnarfjörður tekur þátt í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur um ráðningu verkefnastjóra vegna heimilislausra. Hlutverk verkefnastjóra er þá að samræma aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og koma með tillögur að lausnum. Kostnaður á ári er 12.500.000 kr. og hlutur Hafnarfjarðar er þá rúmlega 3.600.000 kr. á næsta ári.
Eftir fund í SSH var rætt um að verkefnastjóri væri ráðinn í hálft ár og er þá kostnaður Hafnarfjarðar 1.800.000 kr. Fjölskylduráð samþykkir að ráðinn verði verkefnastjóri í hálft ár. Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu. Tillagan leiðir ekki til viðbótarkostnaðar á næsta ári, rúmast innan þeirra áætlunar sem rætt hefur verið um og vísað til bæjarstjórnar.


12. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 10.nóvember sl. sjá bókun hér fyrir neðan.
Tillögur við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2022
Tillögur Samfylkingar og Bæjarlista:
Tillaga 1 - Tekjustofnar sveitarfélaga ? útsvarsprósenta Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði 14,52%
Greinargerð: Vinna við gerð fjárhagsáætlunar sýnir að grunnrekstur sveitarfélagsins á árinu 2022 verður þungur. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og sífellt bætist við þau verkefni sem þeim ber að sinna. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og mikilvægt að það sé nýtt til að styrkja stöðu bæjarsjóðs. Hámarksnýting hefur ekki mikil áhrif á hvern bæjarbúa á mánaðargrundvelli (um 200-400 kr. á meðallaun) en bæjarsjóð munar sannarlega um þá fjármuni sem um ræðir (áætlað um 55-60 m.kr.).
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Vísað er til fyrri afgreiðslu.
Tillögur Samfylkingarinnar:
Tillaga 3 - Úttekt á á fólksfækkun í Hafnarfirði
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að úttekt verði gerð á þeirri fólksfækkun sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu misseri. Í því felst að kortleggja hvaða hópar eru einkum að flytja úr bænum, hvers konar húsnæði vantar og hvar eru tækifæri til uppbyggingar í landi Hafnarfjarðar. Með hliðsjón að úttektinni verði farið í átak að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði.
Greinargerð Í tölum Þjóðskrár kemur fram að íbúum hefur fækkað frá árinu 1. des. 2019 til 1. september 2021 um 312. Þetta er í fyrsta skiptið í 80 ár sem íbúum Hafnarfjarðar fækkar, en á sama tíma fjölgaði íbúum í nágrannasveitarfélögunum um 1.1-3.4%. Samkvæmt áætlunum aðalskipulags er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi að lágmarki um 1.2% (335-445 íbúa) á ári fram til ársins 2040. Ljóst er að það þarf að lyfta grettistaki til að snúa þessari þróun við og vinna til baka umrædda fækkun.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Tillaga 4 - Samgöngusamningar
Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að Hafnarfjarðarbær bjóði starfsfólki sínu upp á samgöngusamninga.
Greinargerð: Í kjölfar tillögu frá fulltrúum Samfylkingarinnar um samgöngustyrki sem lögð var fram í bæjarstjórn sumarið 2018 var sett af stað tilraunaverkefni hjá Hafnarfjarðarbæ sem ekki hefur verið fylgt frekar eftir. Samgöngusamningar hafa hins vegar verið teknir upp í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, ásamt m.a. Reykjavíkurborg, með góðum árangri. Áhersla á lýðheilsu á að vera forgangsmál og mikilvægt að heilsubærinn Hafnarfjörður sýni gott fordæmi með því að bjóða starfsfólki sínu samgöngusamninga og hvetja þannig til umhverfisvænni ferðamáta.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi tillögur við fjárhagsáætlanagerð.
1)
Miðflokkurinn leggur til að Hafnarfjarðarbær hafi frumkvæði að því að leita til eigenda einkarekinna heilsugæslustöðva með það að markmiði að komið verði á fót slíkri heilsugæslustöð í bænum. Biðtími eftir tíma hjá heilsugæslulækni í Hafnarfirði er alltof langur. Biðtími á einkareknum heilsugæslustöðvum er mun styttri og boðleiðir markvissari. Vera kann að bærinn þurfi að liðka fyrir slíku með öflun húsnæðis eða afsláttar af fasteignaskatti til að byrja með. Raunveruleikinn er sú að fjölmargir Hafnfirðingar leita nú eftir heilsugæsluþjónustu utan sveitarfélagsins. Er lagt til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs til efnislegrar umræðu.
Bæjarráð tekur undir markmið tillögunnar og vísar sérstaklega til þess að sérstök lóð hafi nú þegar verið tekin frá fyrir heilsugæslu og tengda starfsemi í nýju uppbyggingarhverfi Hafnarfjarðar, Hamranesi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram virku samtali við stjórnvöld vegna þessa.
Fulltrúi Miðflokksins bókar eftirfarandi: Það ríkir ófremdarástand í aðgengi að heimilslæknum í Hafnarfirði. Þúsundir Hafnfirðinga hafa ekki skráðan heimilislækni. Ekki er óalgengt að biðin sé 2-4 vikur eftir tíma hjá heilsugæslulækni. Slíkt er óþolandi. Ríkið dregur lappirnar í þessu endalaust og nú er svo komið að ekki verður við unað. Því þarf Hafnarfjarðarbær að hafa frumkvæði að því að fá einkarekna heilsugæslu í bæinn, ekki ósvipað því og er í Kópavogi. Þurfi að liðka til með til dæmis afslætti af fasteignagjöldum fyrsta árið verður svo að vera. Við þetta ástand verður ekki búið lengur.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Tillaga 2 - Aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa
Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa úr 50% í 100%.
Bæjarráð óskar eftir umsögn frá á fjölskyldu- og barnamálasviði.
Greinargerð: Á fundi fjölskylduráðs þann 5. nóvember sl. var sama tillaga lögð fram en hafnað af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista telja hins vegar brýnt að bæjarstjórn taki afstöðu til málsins, enda hafa ekki allir flokkar atkvæðisrétt á fundum fjölskylduráðs. Nauðsynlegt er að efla starf fjölmenningarfulltrúa frá því sem nú er til þess að styðja við það mikilvæga starf sem hann sinnir. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar óskaði fjölmenningarráð eftir því að stöðugildi fjölmenningarfulltrúar yrði aukið úr 50% í 100% en meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu. Við teljum mikilvægt efla þessa starfsemi hjá bæjarfélaginu og leggjum því tillögunna fram í bæjarstjórn fyrir fjárhagsáætlun 2022 og óskum eftir að bæjarstjórn taki afstöðu til hennar.
Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Tillaga 8 - Niðurgreiðsla á strætókortum
Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri.
Greinargerð: Mikilvægt er að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum. Niðurgreidd stætókort hvetja einnig til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og styðja þannig við umhverfissjónarmið. Kostnaðarmat hefur áður verið gert og leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að það verði uppfært og tillagan tekin aftur til umfjöllunar.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til frekari umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði og bæjarráði.
Bæjarráð óskar eftir umsögn frá umhverfis- og skipulagssviði.
Tillaga 10 - Uppbygging á hagkvæmu húsnæði
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að fara í frekara og meira samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra íbúða í bæjarfélaginu.
Greinargerð: Í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er á húsnæðismarkaði og fólksfækkunar á undanförnum árum í bænum leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær fari í frekara samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Þannig verði hagkvæmum íbúðum á markaðnum fjölgað og bæjarfélagið gæti einnig fjölgað félagslegum íbúðum á vegum þess með þessari aðgerð.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Meirihlutinn óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun: Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis í Hafnarfirði. Það má m.a. sjá með því að nefna uppbyggingu Bjargs íbúðafélags á 150 íbúðum í Hamranesi og þau samningsmarkmið sem samþykkt voru fyrir Hraun vestur, Gjótur í bæjarráði þann 17. janúar 2019. Þar koma eftirfarandi markmið m.a. fram: -Tryggja þarf blandaða byggð, þar sem 15-20% íbúða séu til þeirra sem eru að kaupa/leigja með áherslu á minni og ódýrari íbúðir. -Lóðarhafar skuldbinda sig að leita eftir samstarfi við félög sem sérhæfa sig í sérstökum búsetaréttaríbúðum og leiguíbúðum. -Ákveðið hlutfall íbúða verði leiguíbúðir með kaupréttarákvæði, horft verði til þess hóps á leigumarkaði sem ekki kemst í gegnum greiðslumat.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Uppbygging á íbúðum Bjargs íbúðafélags í Hamranesi er ánæguleg þróun og mikilvægt að það verkefni sé loksins komið í framkvæmd. Samningsmarkmið fyrir Hraun vestur, gjótur gefa góða von um fjölbreytta uppbyggingu á því svæði. Sú tillaga sem fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram í bæjarstjórn er brýning um að ávallt og enn frekar verði leitað leiða til frekara samstarfs við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra íbúða í bæjarfélaginu.
1. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 1. desember sl. Bókun vegna 8. tillögu Samfylkingar: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafnar tillögunni. Hafnarfjarðarbær er aðili að Strætó bS. sem nýlega hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá og jafnframt tekið í notkun nýtt greiðslukerfi sem býður uppá nýja afsláttarmöguleika. Kerfið er enn í þróun og athugasemdir vegna breytinga á gjaldskrá eru til skoðunar hjá stjórn Strætó sem er bundin af samþykktum. Eigendastefna Strætó felur í sér kröfu um að 40% af rekstrarkostnaði komi frá farmiðasölu og raunstaðan fyrir Covid var í kringum 30%. Tillaga stjórnar Strætó að gjaldskrá tekur mið af eigendastefnu Strætó bS.
Umhverfis- og skipulagssvið tekur undir bókun meirihlutans.
Fulltrúi Samfylkingar í umhverfis- og framkvæmdaráði bókar: Mikil hækkun á ungmennakortum hjá Strætó Bs. eru mikil vonbrigði. Fulltrúi Samfylkingarinnar skorar á fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem mynda meirihluta í ráðinu að beita sér á eigendavettvangi Strætó BS. fyrir því, í það minnsta að sú hækkun sé dregin til baka. Mikilvægt væri að lækka verð á fargjöldum ungmenna og helst að þau verði að fullu niðurgreidd. Með þeim hætti væri m.a. verið að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum. Niðurgreidd strætókort hvetja einnig til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og styðja þannig við umhverfissjónarmið.



Svar

Bæjarráð tekur jákvætt í tillögu 4 um samgöngusamninga og felur mannauðsteymi að gera tillögu um útfærslu á verkefninu.

Vegna tillögu 3 um úttekt á á fólksfækkun í Hafnarfirði þá felur bæjarráð þjónustu- og þróunarsviðs að framkvæma slíka úttekt.

Bæjarráð samþykkir að 100 m.kr. verði bætt við í fjárhagsáætlun 2022 vegna fjárfestingaráætlunar.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun svo breyttri til síðari umræðu í bæjarstjórn.