Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 746
16. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Viðreisnar, Jóns Inga Hákonarsonar, við fjárhagsáætlun sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs. Tillagan er svohljóðandi: "7. 20 milljónir í greiningar og undirbúnings á deiliskipulagi vegna Borgarlínu"
Svar

Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem var undirritaður í september 2019 gerir ráð fyrir fjárfestingu upp á 120 milljarða króna, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu leggja til 15 milljarða af þeirri upphæð. Þann 2. október stofnuðu ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta nýja félag heitir Betri samgöngur ohf. og mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar samgangna og fjármögnun þeirra, þar á meðal innviði almenningssamgangna. Vegagerðin og Betri samgöngur hafa undirritað samkomulag um framkvæmd verkefna, þar kemur fram að Vegagerðin mun annast undirbúning, hönnun og verklegar framkvæmdir sem ráðist verður í og mun hafa samráð við viðkomandi sveitarfélög. Samkvæmt því sem hér er nefnt er unnið eftir samþykktum og fjármögnun sem nefnd eru hér að ofan og því tillagan ekki tæk sem slík í fjárhagsáætlun. Skipulags- og byggingarráð hafnar tillögunni.

Fulltrúi Viðreisnar bókar: Bent er á að ekki hefur verið hugað nægilega að kostnaði vegna verkefna, sem tengjast Borgarlínu, en falla utan samkomulags sveitarfélaganna og Vegagerðar. Þar má nefna hugsanlegar breytingar á aðliggjandi skipulagssvæðum, könnun á þörf fyrir uppkaup eigna o. fl. Ljóst er að þörf er á fjármagni í slíka verkþætti og æskilegt að huga tímanlega að því.