Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.
Bæjarstjórn samþykkir en Helga Ingólfsdóttir situr hjá.
Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá og gerir grein fyrir hjásetu sinni og leggur fram svohljóðandi bókun:
Framlagður viðauki er í mörgum liðum og með vísan í bókun sem ég lagði fram í Fjölskylduráði þann 8. April undir lið 2 get ég ekki samþykkt fyrsta lið í viðauka sem hér er lagður fram í dag og varðar útgjaldaaukningu vegna Sérhæfðrar akstursþjónustu fyrir fatlaða.
Ég hefði að svo gjarnan viljað samþykkja þá liði sem snúa að viðbót við fjárfestingaáætlun og stöðugildi umsjónarmanns fasteigna en þar sem viðaukinn er borinn upp í einu lagi þá sit ég hjá við afgreiðsluna.