Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.
Einnig Rósa Guðbjartsdóttir sem leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:
Í fyrirliggjandi skýrslu um stöðu barna með fjölþættan vanda kemur skýrt fram að mikilvægt er að leyst verði úr ágreiningi um hlutverk og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Þjónustan hefur færst til sveitarfélaganna síðasta áratuginn án þess að fjármagn hafi fylgt. Má nefna að meðferðarheimili á vegum ríkisins hafa flest verið aflögð og sú þjónusta hefur færst til sveitarfélaga með tilheyrandi kostnaði. Þeim kostnaðarauka sem fallið hefur á sveitarfélögin undanfarin ár vegna þessa hefur þá ekki verið mætt af hálfu ríkisins. Úrlausn þessara mála fellur vel að frumvarpi um þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á samþætta, snemmtæka þjónustu.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á ríki að hefja nú þegar viðræður við sveitarfélögin um ábyrgð, verklag og kostnaðarskiptingu þessara mála. Velferð barna er í húfi.
Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.
Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki framkomna bókun og er það samþykkt samhljóða.