Fyrirspurn
Ólöf Flygenring fh. lóðarhafa sendir fyrirspurn þann 8.6.2021 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að hækka þak og stækka kvisti. Eigandi óskar eftir að færa þakrennu út fyrir þakkant og hækka efsta punkt þaks úr ca 265 cm í 350 cm. Þakhalli er nú ca 31° en verður rúmar 37°. Einnig er spurt hvort stækka megi núverandi anddyri með því að reisa litla viðbyggingu við vesturhlið, 5-6 fm. Núverandi útitröppur þarf þá að færa til suðurs sem nemur um 140 cm og gera þær um leið betri að ganga um.