Strandgata 26-30 breyting á deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Bæjarstjórn nr. 1872
23. júní, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.júní sl. 220 Fjörður sækir 10.6.2021 um að breyta gildandi deiliskipulagi. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Strandgata 26-30. Í breytingunni felst: breytt byggingarmagn á lóð ásamt blandaðri starfsemi með verslun, þjónustu og hótelrekstur. Lagðar eru fram teiknningar sem gera betur grein fyrir uppbyggingu innan lóðanna.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson. Einnig Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson og svarar Ágúst Bjarni andsvari. Friðþjófur Helgi kemur þá næst til andsvars öðru sinni.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Ágúst Bjarni kemur að andsvari. Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars sem og Ingi Tómasson og svarar Guðlaug andsvari.

Einnig tekur Jón Ingi Hákonarson til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.