Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Kristins Ragnarssonar fh. lóðarhafa er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22. Breytingin gerir ráð fyrir sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1 m. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0 m. Einhalla með hæðsta punkt til suðurs og/eða flatt þak. Íbúðafjöldi eykst úr fjórum íbúðum í sex íbúðir þar sem tvö hús eru með tveim íbúðum og tvö hús með einni íbúð. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.