Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 739
10. ágúst, 2021
Annað
‹ 18
15
Fyrirspurn
Þann 10.6. sl. leggur Kristinn Ragnarsson inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að gera deiliskipulagsbreytingar á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóða við Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22. Breytingin gerir ráð fyrir sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1 m. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0 m. Íbúðafjöldi eykst úr fjórum íbúðum í sex íbúðir. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.
Svar

Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindið.