Fyrirspurn
Hafnarfjarðarbær og Guðmundur R. Lúðvíksson sækja um að setja upp verkið Óskastund í Hafnarfirði við Hvaleyrarvatn í tilefni af menningarhátíðinni Björtum dögum í allt sumar. Verkið er sex metra hátt rör með spíssum sem er tengt við kröftugt vatnskerfi og gangsett á sólríkum sumardögum til þess að framkalla regnboga í kring.