Hjallabraut 49, úthlutun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3576
16. júní, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Til umræðu. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa úthlutunarskilmála. Þar skal m.a. taka tillit til fjárhagslegrar getu og framkvæmdaáætlunar tilboðsaðila vegna uppbyggingar á reitnum.

Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa sett ákveðna fyrirvara við kynnt deiliskipulag einkum hvað varðar umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Í undirskriftum íbúa varðandi deiliskipulagsbreytinguna komu fram áhyggjur varðandi skerðingu á þessu vinsæla útivistarsvæði. Í ljósi þess er mikilvægt að samhliða uppbyggingu við Hjallabraut verði áhersla lögð á frekari þróun Víðistaðatúns sem útivistasvæðis og sömuleiðis að gott aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda að svæðinu verði tryggt.

Adda María Jóhannsdóttir