Hamranes reitur 7.A, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 738
29. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn GP arkitekta að deiliskipulagi reits 7 í Hamranesi. Fyrirspurnin gerir ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð allt að 5 hæðir. Fjöldi íbúða er 162. íbúðastærðir eru frá 70 - ríflega 100 m2. Öll bifreiðastæði á lóðinni, sem eru um 200, verða ofanjarðar. Er því ríflega eitt bílastæði á hverja íbúð. Reiknað er með að byggingarmagn verði um 19.000 m2 og að lóðarstærð sé 14.246 m2. Nýtingarhlutfall er því 1.33. Reiknað er með öll þök séu grasilögð og að bílastæði verði einnig græn. Sá hluti lóðarinnar sem er grænn, hraun og gras er um 6.000 m2 að meðtöldum þökum og stæðum er grænt yfirborð lóðarinnar um 11.000 m2.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í útfærslu GP arkitekta á lausn bílastæðamála í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Útfærslan gerir ráð fyrir að öll bifreiðastæði á lóðinni, sem eru um 200, verði ofanjarðar. Sú tillaga er í engu samræmi við þau markmið sem sett hafa verið fram. Að öðru leyti er fyrirspurninni vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði og verkefnastjóra.