Höfði, malbikunarstöð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3580
26. ágúst, 2021
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Svar

Bæjarráð telur mikilvægt að starfsemi sem leitt geti til aukinnar mengunar á svæðinu sé undir nánu eftirliti og takmörkuð eins og kostur er. Í nágrenninu er vaxandi íbúðabyggð og starfsemi fyrirtækja sem búa verður gott umhverfi. Í ljósi þessa má gera ráð fyrir að skipulag þessa svæðis muni taka breytingum þegar frá líður og forsvarsmönnum Malbikunarstöðvarinnar Höfða er bent á að hafa það í huga þegar horft er til staðsetningar til framtíðar.