Á fundi bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar þann 1. júlí s.l. var samþykkt að hafin yrði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun þess svæðis sem tekur til Áslanda 4 og 5. Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna afmörkunar svæðisins.
Svar
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi og að áframhaldandi meðferð málsins verði í samræmi við 30. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.