Ljósaklif breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 858
3. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Gunnlaugur Björn Jónsson fh. lóðarhafa sótti 12.7.2021 um breytingu á deiliskupulagi lóðar Ljósaklifs. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulaginu Hleinar Langeyrarmalir þar sem lóðinni er skipt upp í 2 lóðir og verkstæðishúsi breytt í íbúðarhús með stækkun á byggingarreit um 20 fm. Erindið var grenndarkynnt 16. ágúst - 13. september 2021. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Erindið er samþykkt og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við skipulagslög.