Áshamar reitur 9.A, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1876
29. september, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.september sl. Hamravellir ehf. lagði 20.8.2021 inn tillögu að deiliskipulagi Áshamars reit 9A. Tillagan gerir ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum á 4 -5 hæðum auk bílakjallara og möguleika á kjallara undir húsunum sem nýtist fyrir geymslur. Gert er ráð fyrir allt að 80 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofanjarðar og neðanjarðar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi reitsins verði auglýst í samræmi við skipulagslög. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.