Umferðarhraði í Hafnarfirði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 769
20. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði á fundi sínum þann 5. október sl. eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs vegna tillögu að breytingum á hámarkshraða í Hafnarfirði.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu og styður bætt umferðaröryggi í og við stofnbrautir. Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna tillögum um lækkun umferðarhraða á götum Hafnarfjarðar. Lækkun umferðarhraða bætir umferðaröryggi dregur úr umferðarslysum og áverkum. Einnig dregur minni umferðarhraði úr loftmengun og stuðlar að betra umferðarflæði.