Áshamar reitur 8.A, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 748
14. desember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Baldur Ólafur Svavarsson fh. lóðarhafa sótti 7.9.2021 um samþykki fyrir nýju deiliskipulag í Hamranesi, Áshamar, reitur 8a. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.10.2021 að deiliskipulag reits 8.A yrði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísaði til bæjarstjórnar til samþykktar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 13. sama mánaðar. Erindið var auglýst tímabilið 19.10-30.11.2021. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.