Völuskarð 32, breyting á deiliskipulagi
Völuskarð 32
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1888
6. apríl, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 18.janúar sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 19. október sl. var samþykkt að grenndarkynna erindi vegna breytinga á deiliskipulagi í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að Völuskarð 32 verði tvíbýli í stað einbýlishús. Stæðum á lóð er fjölgað um tvö og gert er ráð fyrir opnu bílskýli. Að öðru leiti gilda skilmálar deiliskipulagsins. Erindið var grenndarkynnt 7.12-2021-7.1.2022. Athugasemdir bárust. Umsögn skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda lögð fram. Skipulags- og byggingarráð tekur undir framkomnar athugasemdir og hafnar breytingu á deiliskipulagi Völuskarðs 32.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 227988 → skrá.is
Hnitnúmer: 10130517