Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.mars sl.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 10. nóvember 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að texta kafla 2.2.2 um Miðbæ, svæði M1 er breytt. Kvöð um að allt rými á jarðhæðum innan svæðis M1 verði nýtt fyrir verslun,veitingahús og þjónustu er breytt í að allt rými jarðhæðar við Strandgötu, Fjarðargötu og Linnetsstíg innan svæðis M1 verði nýtt fyrir verslun, veitingahús og þjónustu. Tillagan var auglýst frá 06.12.2021-17.01.2022.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á greinargerð aðalskipulags miðbæjar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.