Álfhella 2 og Einhella 1, beyting á deiliskipulag
Álfhella 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 751
1. febrúar, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 16.11.2021 að auglýsa tillögu Agros Móhellu 1 ehf. að breyttu deiliskipulagi lóðanna Álfhellu 2 og Einhellu 1 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 2. áfanga. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að lóðirnar sameinast í eina lóð og verði Einhella 1. Einnig verður innkeyrslum fjölgað og færðar til, bundin byggingarlína dettur út og byggingarreitur stækkaður. Hámarks hæð útveggja verði 10,5m. Tillagan var auglýst 14.12.2021-25.1.2022. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu í samræmi við skipulagslög.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203349 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097629