Fyrirspurn
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. desember 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Reykjanesbraut í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar með tengibraut sem mun þjónusta iðnaðarsvæðið í Kapelluhrauni og Hellnahrauni og afmarkast frá afleggjara til Krýsuvíkur að sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Voga alls 5.6 km. Deiliskipulagið var auglýst tímabilið 13.12.2021-24.1.2022. Athugasemdir bárust.