Straumsvík, deiliskipulag
Straumsvík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 763
11. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 30.11.2021 var tekið fyrir erindi Rio Tinto á Íslandi hf. og Carbfix ohf. um að óska í sameiningu eftir því við Hafnarfjarðarbæ að hafin verði undirbúningur á skipulagsvinnu í tengslum við uppbyggingu Coda Terminal, loftslagsverkefni, sem Carbfix hyggst koma upp í Straumsvík. Verkefnið miðar að því að koma upp móttökustöð sem getur tekið á móti sérútbúnum tankskipum sem flytja koldíoxíð á vökvaformi frá Norður-Evrópu til að farga því varanlega með hagkvæmri og öruggri steinrenningu neðanjarðar. Lögð fram drög að skipulagslýsingu. Skipulagshöfundar mæta til fundarins.
Svar

Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir að kynna og leita umsagna hagsmunaaðila skipulagslýsingar vegna deiliskipulags Straumsvíkur og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.