Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 16. nóvember sl. var samþykkt að grenndarkynna erindi Matthíasar Óskars Barðasonar fh. lóðarhafa dags. 3.12.2021 um breytingu á deiliskipulagi Tinnuskarðs 6 í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Helstu breytingar eru fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár, stækka byggingarreit og fella niður kröfu um bundna byggingarlínu. Fjölga bílastæðum um eitt á lóðinni, heimila minniháttar útbyggingar 80 cm út fyrir byggingarreit og auka byggingarmagn um 10 m2.
Erindið var grenndarkynnt 15.12.2021-15.1.2022. Athugasemd barst.