Hringhamar 30b, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 750
18. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Þann 6.12.2021 leggja ÞG verktakar inn fyrirspurn varðandi deiliskipulag reitar 30b. Gert er ráð fyrir 4-6 hæðum, stöllun húsa, 55 íbúðum og heimild til atvinnuhúsnæðis á jarðhæð. Gert er ráð fyrir bílakjallara, geymslum og þjónusturými neðanjarðar. Skipulags- og byggingarráð óskaði umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs á fundi sínum þann 7.1.2022. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs lögð fram.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið með vísan til minnisblaðs skipulagsfulltrúa.