Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1885
23. febrúar, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.febrúar sl. Tekið fyrir að nýju erindið Ásgeirs Ásgeirssonar fh. lóðarhafa dags. 3.1.2022. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi reitar 19.B dags. 22.12.2021. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 4-7 hæða fjölbýlishúsum með allt að 70 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílastæðum ofanjarðar og möguleika á geymslum í kjallara. Skipulags- og byggingarráð óskaði umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs á fundi sínum þann 7.1.2022. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs ásamt uppfærðri tillögu og greinargerð.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 19.B og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs frá 15. febrúar sl.