Hamranes, þróunarreitur 30B, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 758
26. apríl, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi bæjarstjórnar þann 23. febrúar sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 30.B í Hamranesi. Tillagan gerir ráð fyrir þremur fjölbýlishúsum, 2-6 hæða með allt að 55 íbúðum, einnig er heimild fyrir verslun- og/eða þjónustu á hluta jarðhæða. Gert er ráð fyrir bílakjallara og bílastæðum á lóð. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 19.4.2022. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.