Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 11.maí sl.
Lögð fram drög að þjónustusamningum við sjálfstætt starfandi grunnskóla í Hafnarfirði til samþykktar frá hausti 2022.
Fræðsluráð samþykkir drög að breytingum á þjónustusamningum við sjálfstætt starfandi grunnskóla í Hafnarfirði þar sem rekstrarframlag mun breytast úr 75% í 100% og vísar til viðaukagerðar og frekari samþykkis í bæjarstjórn.
Framlagið er fundið af vegnu meðaltali heildarkostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu á hvern nemanda samkvæmt árlegum útreikningum Hagstofu Íslands. Fræðsluráð telur það mikið fagnaðarefni að gætt sé jafnræðis milli allra barna í hafnfirskum grunnskólum óháð því hvert rekstrarfyrirkomulag skólanna er. Fjölbreytni og valfrelsi er í hávegum haft í hafnfirskum skólum
Foreldragjöld verða þannig lögð niður í þeim sjálfstæðu grunnskólum sem nú þegar eru starfræktir í bæjarfélaginu, grunnskóli Nú og Barnaskóla Hjallastefnunnar frá og með hausti.
Fulltrúi Viðreisnar lagði fram eftirfarandi bókun;
Við í Viðreisn fögnum þessum samningum. Sérstaklega teljum við mikilvægt að með þessum samningi þá er verið að tryggja jöfn tækifæri allra barna.
Við í Viðreisn styðjum fjölbreytt rekstrarform í menntakerfin og viljum styrkja og styðja við fjölbreytt val í menntun.