Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 11.maí sl.
Lögð fram tillaga að breytingu á reglum.
Fræðsluráð samþykkir að eftirfarandi grein verði felld inn í reglur um gjaldskrá leikskóla og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn.
Viðbót við gjaldskrá:
Hafi orðið veruleg breyting á högum foreldris eða forráðarmanns barns/barna vegna andláts maka er heimilt að veita afslátt í samræmi við neðri tekjumörk tekjuviðmiða (nú 75%) í eitt ár.
Hér er einkum átt við sérstök tilvik, s.s.:
a. Þegar maki hefur fallið frá á árinu og tekjur lækkað verulega.
b. Ef um skyndilega örorku er að ræða sem hefur veruleg áhrif til lækkunar tekna.