Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.mars sl.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti einróma á fundi sínum þ. 25. febrúar sl. að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra. Stjórn sambandsins hvetur kjörna fulltrúa í íslenskum sveitarfélögum til að undirrita yfirlýsinguna.
Bæjarráð fordæmir harðlega innrás Rússlands í Úkraínu. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og er tilbúin í þau verkefni sem framundan eru í samvinnu og samstarfi við stjórnvöld. Bæjarráð tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR. Málinu vísað til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.