Hlíðarbraut 10, niðurrif
Hlíðarbraut 10
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 875
7. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Hafnarfjarðarbær sækir 4.3.2022 um að rífa eignina Hlíðarbraut 10.
Svar

Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Framkvæmdir eru ekki heimilar fyrr en byggingarstjóri hefur verið ráðinn til verksins og byggingarleyfi hefur verið gefið út.

Skilyrt er að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis geri úttekt á eigninni m.t.t. spilliefna svo sem PBC í rafbúnaði og kvikasilfur í stjórntækjum hitakerfa. Sé um spilliefni að ræða skal þeim fargað á viðeigandi hátt í samráði við heilbrigðiseftirlit. Yfirborð lóðar skal gert hættulaust með fyllingum í samráði við byggingarfulltrúa.

Tilkynna þarf um niðurrif til viðkomandi veitustofnunar þ.e. Veitna ohf., Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar og fjarskiptaþjónustu.

Sbr. gr.4.7.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 skal byggingarstjóri árita yfirlýsingu um ábyrgð sína á verkinu áður en framkvæmdir hefjast. Þegar niðurrifi er lokið ber að tilkynna það embætti byggingarfulltrúa, Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði.
Til leiðbeiningar skal á það bent að vegna niðurrifs bygginga ber að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis Garðatorg 5, 210 Garðabæ.