Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag Vatnshlíðar.
Forsenda uppbyggingar í Vatnshlíð sem verður í framhaldi af uppbyggingu í Áslandi 4 er niðurrif eða færsla Hamraneslína sem liggja yfir skipulagssvæðinu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að hraðað verði niðurrifi eða færslu Hamraneslína svo byggja megi enn hraðar upp íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði.