Fyrirspurn
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 17. ágúst að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús verði rifin og í stað þeirra verði byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Syðst og nyrst á lóðinni eru tveggja hæða einbýlishús en fyrir miðju verður tveggja til þriggja hæða L- laga klasahús. Gert er ráð fyrir 17 bílastæðum í bílageymslu og 4 stæðum á lóðinni. Tillagan var auglýst 26.8-7.10.2022. Athugasemdir bárust.