Fyrirspurn
3. liður frá fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst sl.
Afgreiðslufundir skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði þann 13. júlí sl. erindi Sjónvers ehf. frá 24.5.2022 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til skipulags- og byggingarráðs. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun eigna, auknu byggingarmagni og hækkun á nýtingarhlutfalli. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 1.6.2022 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 1. júlí 2022. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með vísan til framkominna athugasemda og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.