Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.júní sl.
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 5. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0.4 í 0.5, innkeyrslum er breytt og óveruleg stækkun byggingarreits.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar í samræmi við skipulagslög nr.123/2010 á kostnað lóðarhafa, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.