Tillögur, lagðar fram í bæjarstjórn 8. júní 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1891
8. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
1. Skilvirkni á skipulags- og byggingarsviði 2. Atvinnustarfsemi á nýbyggingarsvæðum 3. Skipulag leikskóladagsins 4. Íbúðir fyrir eldra fólk 5. Fristundastyrkir 6. Réttindi fatlaðs fólks 7. Tónlistarskóli og leikhús
Svar

Til máls tekur Orri Björnsson og leggur til að tillögu 1 verði vísað til úrvinnslu í umhverfis- og framkvæmdaráði og skipulags- og byggingarráði. Einnig að tillögu 2 verði vísað til bæjarráðs.

Einnig tekur Kristín Thoroddsen til máls og leggur til að tillögu 3 verði vísað til fræðsluráðs.

Þá tekur Valdimar Víðisson til máls og leggur til að tillögu 4 verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og byggingarráð. Einnig að að tillögu 5 verði vísað til útfærslu í fræðsluráði.

Einnig tekur Margrét Vala Marteinsdóttir til máls og leggur til að tillögu 6 verði vísað til fjölskylduráðs.

Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls og leggur til að a) lið í tillögu 7 verði vísað til úrvinnslu í fræðluráði og umhverfis- og framkvæmdaráði og b) lið verði vísað til menningar- og ferðamálanefndar og umhverfis - og framkvæmdaráðs.

Forseti leggur til að fyrirliggjandi tillögum verði vísað til nánari útfærslu í samræmi við ofangreint. Er það samþykkt samhljóða.