Til máls tekur Orri Björnsson og leggur til að tillögu 1 verði vísað til úrvinnslu í umhverfis- og framkvæmdaráði og skipulags- og byggingarráði. Einnig að tillögu 2 verði vísað til bæjarráðs.
Einnig tekur Kristín Thoroddsen til máls og leggur til að tillögu 3 verði vísað til fræðsluráðs.
Þá tekur Valdimar Víðisson til máls og leggur til að tillögu 4 verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og byggingarráð. Einnig að að tillögu 5 verði vísað til útfærslu í fræðsluráði.
Einnig tekur Margrét Vala Marteinsdóttir til máls og leggur til að tillögu 6 verði vísað til fjölskylduráðs.
Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls og leggur til að a) lið í tillögu 7 verði vísað til úrvinnslu í fræðluráði og umhverfis- og framkvæmdaráði og b) lið verði vísað til menningar- og ferðamálanefndar og umhverfis - og framkvæmdaráðs.
Forseti leggur til að fyrirliggjandi tillögum verði vísað til nánari útfærslu í samræmi við ofangreint. Er það samþykkt samhljóða.