Til máls tekur Guðmundur Árni Stefánsson og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gengið verði hið fyrsta frá almennri viljayfirlýsingu/rammasamkomulagi milli Hafnarfjarðarbæjar, Hafnarfjarðarhafnar, Carbfix og eftir atvikum annarra hagsmunaaðila, s.s. ríkisvaldsins og Rio Tinto um uppbyggingu í Straumsvíkurhöfn vegna Carbfix verkefnisins. Mikilvægt er að þetta fyrirhugaða samstarf verði formgert hið fyrsta.
Ennfremur að sett verði á laggirnar skipulags- og verkefnisstjórn um þetta verkefni, þar sem að komi kjörnir fulltrúar, embættismenn bæjarins og eftir atvikum aðrir hagsmunaaðilar.
Guðmundur Árni Stefánsson
Sigrún Sverrisdóttir
Árni Rúnar Þorvaldsson
Hildur Rós Guðbjargardóttir
Rósa Guðbjartsdóttir þá kemur til andsvars og leggur jafnframt fram tillögu um að framkominni tillögu verði vísað til bæjarráðs.
Guðmundur svarar andsvari.
Til máls tekur þá Valdimar Víðisson. Guðmundur kemur til andsvars.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur þá næst til máls.
Forseti ber þá upp til atkvæða tillögu um að vísa framkominni tillögu til bæjarráðs og er það samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.